Fara í efni

Hafursey

Vík

Hafursey er einstaklega fagurt móbergsfell á norðanverðum Mýrdalssandi. Það skiptist um Klofgil og vesturhlutinn er nefndur Skálarfjall (582m) og hæst ber Kistufell (513m) á austurhlutanum. Þarna er mikið fýlavarp og undirhlíðarnar eru vaxnar kjarri, en þar var skógur áður fyrr.  

Eyjan var nýtt til beitar og bændur í Hjörleifshöfða létu fé sitt ganga þar sjálfala allt árið og höfði í seli á sumrin til 1854. Selið í Hafursey er ein af hinum merku söguminjum Íslands en í Kötlugosinu 1755 höfðust þar við sex menn á meðan á goshlaupinu stóð. Þeir rituðu dagsetningu, ártal og fangamörk sín skýru letri í bergvegginn sem blasa við þegar inn er litið.