Fara í efni

Gunnólfsvíkurfjall

Gunnólfsvíkurfjall stendur við Finnafjörð á Langanesi sunnanverðu. Það er hæsta fjall Langanes, 719 metra hátt. Bratt­ur akvegur liggur upp á fjall­ið sem er lok­að­ur al­menn­ingi en þar er rat­sjár­stöð sem NATO reisti og tekin var í notkun 1989. Heimilt er að ganga eftir veginum uppá fjallið og á góðviðrisdögum er útsýnið þaðan stórkostlegt, allt suður til Dyngjufjalla.