Fara í efni

Fjörður

Á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa eru mörg há og tignarleg fjöll, Kaldbakur er eitt þeirra. Á milli fjallanna eru iðjagrænir og gróskumiklir dalir, sem voru byggðir á fyrri öldum en eru allir komnir í eyði.

Úti fyrir mynnum dalanna eru víkur fyrir opnu hafi og með undirlendinu sem fylgir þeim kallast þeir í einu lagi Fjörður.
Vegurinn um Fjörður er 27 km langur og einungis fær jeppum á sumrin.