Fara í efni

Hafnarfjall Sjö tindar

Akranes

Hafnarfjall í Hvalfjarðarsveit er vinsæll útivistarstaður þar sem gangandi og hlaupandi útivistarfólk nýtir sér. Fjallið hefur upp á að bjóða möguleika á mismunandi gönguleiðum, hvort það er að ganga upp að „Steini“, ganga upp á topp og til baka eða að fara sjö tinda. Með tilvist Ferðafélags Borgarfjarðar, hefur aðgengi við bílastæði verið stórbætt og stikur hafa verið settar upp alla leið á topp fjallsins. Upplýsingaskilti hefur verið sett upp við bílastæði sem sýnir mismunandi gönguleiðir, hvað ber að varast og svo framvegis. Mikill fjöldi útivistarfólks nýtir sér gönguleiðir upp Hafnarfjall. 

Hafnarfjall hefur verið þekktast fyrir sterka vinda sem vegfærendur um Vesturlandsveg hafa fundið fyrir í gegnum árin. Hafnarfjall og gönguleiðir um svæðið er nokkuð þekkt og hafa íbúar Borgarfjarðar og nærsveita verið öflug í því að ganga og njóta. Margir nýta gamla þjóðvegin sem liggur frá bílastæði og niður að vegi nr. 50 sem liggur við Hvítá. Möguleikar fyrir stóran hóp útivistarfólks er mikill, þar sem hægt er að ganga á jafnsléttu, ganga upp brattar hlíðar Hafnarfjals en einnig að njóta útivistar inn í þeim gilum og meðfram þeim ám sem er að finna á svæðinu. Útsýni við „Stein“ og útsýni þegar ofar er komið er stórkostlegt en við sjö tinda göngu er útsýni fjölbreytilegt og nær viðkomandi að sjá víða.

Svæði: Hvalfjörður.

Vegnúmer við upphafspunkt: Við þjóðveg nr. 1 (gamli þjóðvegur nr. 52/2).

Erfiðleikastig: Krefjandi leið/erfið leið.

Vegalengd: 15.31 km.

Hækkun: 1010 metra hækkun.

Merkingar á leið: Búið er að stika fyrsta hluta leiðar, frá bílastæði og upp fyrsta tind.

Tímalengd: 4.30 klst.

Yfirborð leiðar: Smá grjót, grasi, stóru grjóti og blandað yfirborð.

Hindranir á leið: Þrep og vað

Þjónusta á leið: Hægt er að losa sorp við bílastæði.

Upplýst leið: Óupplýst leið.

Tímabil: Tímabundnar lokanir (vegna ófærðar yfir vetrarmánuði).

GPS hnit upphaf: N64°30.8785 W021°53.4740 

GPS hnit endir: N64°30.8785 W021°53.4740