Fara í efni

Brynjudalsskógur

Mosfellsbær

Skógræktarfélag Íslands hefur frá því um 1990 stundað jólatrjárækt í Brynjudal í Hvalfirði og er það í mörgum hjörtum, ómissandi hluti af jólahaldi á ári hverju. Inni í Brynjudalsskógi hafa viðarnytjar verið vaxandi og hefur viður úr skóginum verið notaður til byggingar skjólhýsa og stígagerðar en margir göngustígar eru að finna um skóginn og sumir þeirra eru nýttir sem upphafs eða endaleiðir fyrir hefðbundnar gönguleiðir á Leggjabrjót yfir til Þingvalla eða upp að Botnsúlum. Tvö skjólhýsi eru í skóginum og eru nokkrir áningarstaðir í skóginum auk þrautabrautar.

Göngustígar eru fjölmargir í skóginum og er einnig að finna marga áningarstaði. Svæðið er fjölsótt yfir jólahátíð, þar sem jólatrésala fer þar fram hvert ár. Inn í Brynjudal er að finna mikla kyrrð og nálægð við gífurlega fallegan fjallagarð, þar sem Botnsúlur gnæfa yfir svæðið. Skógurinn sjálfur er vel hirtur og er mjög snyrtilegur. Gönguleið um Brynjudalsskóg bíður gestum upp á kyrrð og fallegt umhverfi. Fjalllendið í kring um skógræktina setur mikin svip á umhverfið og er skógræktin kyrrlátur staður til að njóta og upplifa. Svæðið hefur upp á að bjóða mismunandi gönguslóða auk fjölmargra áningarstaði.

Svæði: Kjósahreppur. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Hvalfjarðarvegur (nr. 47). Keyrt inn Ingunnarstaðaveg. 

Erfiðleikastig: Auðveld leið. 

Vegalengd: 3.2km 

Hækkun: 103 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Sumstaðar eru merkingar en annars engar merkingar. 

Tímalengd: 1 klst. 

Yfirborð leiðar: Smá grjót og gras. 

Hindranir á leið: Þrep. 

Þjónusta á leið: Engin þjónusta. 

Upplýst leið: Óupplýst leið. 

Tímabil: Ferðaleið er opin alla 12 mánuði
ársins. 

GPS hnit upphaf: N 64°21.8068 W 021°18.1513  

GPS hnit endir: N 64°21.8068 W 021°18.1513