Fara í efni

Hverfjall

Mývatn

Í Hverfjalli er stór, hringlaga sprengigígur, um 140 m djúpur og um 1000 m í þvermál. Hverfjall er í röð fegurstu og reglubundnustu sprengigígamyndana sem getur að líta á Íslandi og talið í röð þeirra stærstu sinnar tegundar á jörðinni. Telja má víst að gígurinn hafi myndast við sprengigos og er aldur þess áætlaður 2800-2900 ár.