Fara í efni

Baccalá Bar

Á Hauganesi í Eyjafirðinum sem er í aðeins 25 mínútna akstursfjarlægð norður af Akureyri er að finna veitingastaðinn Baccalá Bar þar sem dýrindis ferskeldaður fiskur sem og saltfiskur verkaður eftir gamla mátanum er borið á borð. Þar geta gestir setið og snætt og notið útsýnisins inn fallega Eyjafjörðinn.

Opið í júní: þriðjudaga – sunnudaga milli kl. 12.00-21.00.

Hægt er að fylgjast með Facebook síðunni Baccalá Bar til að fá nánari upplýsingar um opnunartíma, matseðil og skemmtilega viðburði. Síminn á Baccalá Bar er 620 1035, best er að taka frá borð.

Matseðillinn er fjölbreyttur og þar má finna saltfiskrétt hússins, fiskisúpu, pizzur og hamborgara, fisk og franskar, salat, vöfflur, ís og ýmsa drykki

Hvað er í boði

Hauganes Hot tubs

The black beach in the small village Hauganes in North Iceland has been the playground for kids in the area for a long time. It happens to be the only accessible sandy-beach in North Iceland that faces the sun in the south. Because it is very shallow far out, the black sand heats the ocean on sunny days so the Atlantic ocean even feels comfortable. A few years back we set up a couple of hot tubs on the beach that use the access geothermal water from the village and it truly is a magical place to relax whether on sunny days in June or cold winter days, listening to the ocean and the birds and enjoying the magnificent ocean and mountain view.

There are changing facilities and a shower close by, the WC is at the camping area only a short distance from the beach.

The hot tub area is open from 9-20 every day and automatically cool down after 8pm so after that it is not permitted to use them. Admission fee is ISK 1.000,- per person, 500ISK for kids 12 and under. Pay at Baccalá bar.

Please contact us at Baccalá bar via phone, 620 1035 if there are any questions. The area is under surveillance but each person is there on his/her own responsibility. Thank you for helping us keeping it clean!

Heitir pottar á Hauganesi

Heitu pottarnir á Hauganesi njóta sífelldra vinsælda. Þeir eru opnir allt árið. Sandvíkurfjara við Hauganes er eina aðgengilega sandfjaran á Norðurlandi sem snýr móti suðri. Fjaran hefur löngum verið leikvöllur barnanna í þorpinu og þar sem hún er grunn langt út hitnar sjórinn á sólríkum góðviðrisdögum.

Í fjörunni hafa verið settir upp þrjár stórir heitir pottar auk Víkingaskipsins, sem eru með sírennsli á heita vatninu, og búningsaðstöðu. Aðgangseyrir er 1.000 kr á mann á dag, 500 kr fyrir börn 12 ára og yngri, hægt er að greiða með AUR í síma 892 9795. Pottarnir eru opnir frá 9-20 og ekki er heimilt að nota þá utan þess tíma nema láta vita (pottarnir kólna sjálfkrafa eftir kl 20) og skrá ábyrgðarmann. Hafið samband við Baccalá Bar, s. 620 1035.
Vöktun er á svæðinu með öryggismyndavélum en allir eru á eigin ábyrgð og við biðjum alla að ganga vel um!