Fara í efni

Húsavík

Í Húsavík hefur verið stunduð sauðfjárrækt í áratugi. Þar er kjötvinnsla, með starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Þar er unnið úr framleiðslu búsins, bæði lambakjöti og ærkjöti. Kjötið er sagað og vacumpakkað eftir óskum kaupenda. Þá framleiðum við Lostalengjur, sem eru kindavöðvar sem eru léttreyktir og marineraðir í aðalbláberjakryddlegi. Við reykjum líka og seljum hangikjöt. Hjá Húsavík er fuglaskoðunarhús og Matthías er svæðisleiðsögumaður á Ströndum.

Lambakjöt og Lostalengjur frá Húsavík eru á matseðli í Heydal (http://heydalur.is),Café Riis(http://www.caferiis.is ), Kaffi Galdri (http://www.galdrasyning.is). Skammt frá Húsavík er Sauðfjársetrið í Sævangi (http://www.strandir.is/saudfjarsetur/).

Hvað er í boði