Fara í efni

Kleifabúi/Kleifakarlinn

Patreksfjörður

Kleifakarlinn er skemmtilegt myndefni þegar keyrt er yfir Kleifarheiði. Hann var búinn til af mönnum sem voru í vegavinnuflokki Kristleifs Jónssonar 1947, vegurinn var unnin eingöngu með handafli. Einar Einarsson og Guðjón Jóhannesson gerðu skrokkinn á kallinum en höfuðið gerði Kristján Jóhannesson. Kleifbúinn er um 5 metra hár.  

Það er talið boða lukku og góða ferð ef þú tekur í höndina á honum.