Fara í efni

Gamla smiðjan

Þingeyri

Gamla smiðjan á Þingeyri eins og hún er kölluð í dag má rekja til ársins 1906 þegar Guðmundur J. Sigurðsson heim úr vélsmíðanámi frá Danmörku. Frá Danmörku tók Guðmundur með sér ný verkfæri sem nauðsynleg voru til smiðjureksturs. Þann 13 janúar árið 1913 stofnaði Guðmundur ásamt Gramsverslun, Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar & Co. hf. og var einn af frumkvöðlum alhliða smiðjureksturs á Íslandi. Undir stjórn Guðmundar og síðar Matthíasar, sonar hans, átti smiðjan eftir að verða landsþekkt fyrir vandaða og góða þjónustu.

Í dag er lifandi safn í gömlu smiðjunni þar sem hægt er að fræðast um verkhætti sem tíðkuðust í smiðjunni allt frá stofnun. Samhliða vélsmiðjunni var rekin eldsmiðja í húsnæðinu og er hún enn starfrækt í dag á sama grunni og frá stofnun. Safnið er eintök upplifun og mögnuð skemmtun.