Fara í efni

Traktorarnir Grund

Reykhólahreppur

Dráttarvélasafnið á Grund blasir við þeim sem koma að Reykhólum. Sumar vélanna eru uppgerðar og gangfærar. Mestan heiðurinn af þessu framtaki á Unnsteinn Hjálmar Ólafsson á Grund, en einnig hefur hann ásamt Guðmundi bróður sínum og Arnóri Grímssyni í Króksfjarðarnesi tekið saman mikinn fróðleik um fyrstu dráttarvélarnar á hverjum bæ í Reykhólahreppi. Ekki er neinn aðgangseyrir að safninu og þar er heldur enginn sérstakur safnvörður. Gestum er frjálst að skoða vélarnar eins og þá lystir. Opið eftir samkomulagi.