Fara í efni

Arngerðareyri

Hólmavík

Arngerðareyri er eyðibýli yst í Ísafirði í botni Ísafjarðardjúps á Vestfjörðum. Djúpvegur liggur framhjá húsinu

 upp á Steingrímsfjarðarheiði. Húsið sem enn stendur er reisulegt steinhús í kastalastíl. Það var upphaflega 

byggt fyrir kaupfélagsstjórann í Kaupfélagi Nauteyrarhrepps og í húsinu var frá fyrstu tíð rennandi vatn og 

vatnssalerni. Þar var verslun, "umferðarmiðstöð", símstöð og skóli. Verslun hófst á Arngerðareyri í kringum 

1884 í eigu Ásgeirssens kaupmanns á Ísafirði og í umsjón Ásgeirs Guðmundssonar bónda á Arngerðareyri. 

Djúpbáturinn sigldi frá Arngerðareyri til Ísafjarðar á meðan engir eða illfærir vegir voru um Ísafjarðardjúp. 

Arngerðareyri fór í eyði 1966.