Fara í efni

UNDIRLJÓMI

Til baka í viðburði
Hvenær
11. mars - 16. apríl
Hvar
Duusgata 2-8, Keflavík, Iceland
Klukkan
12:00-17:00

UNDIRLJÓMI

Sýningin UNDIRLJÓMI / INFRA-GLOW opnar í Listasafni Reykjanesbæjar laugardaginn 11. mars og stendur til sunnudagsins 16. apríl 2023.

Sýningarstjórar eru Daria Testoedova, Elise Bergonzi og Hannah Zander sem allar stunda meistaranám í sýningagerð við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Á sýningunni eiga stefnumót listamennirnir Carissa Baktay, Claire Paugam, Claudia Hausfeld, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Iða Brá Ingadóttir, Hye Joung Park og Þórdís Erla Zoega og er m.a. fjallað um áhrif nærumhverfisins og breytileika þess á innri
upplifun og tjáningu.


Í sýningartexta segir m.a.:


“Nánd við samvirk tengsl á milli líkama okkar, huga og umhverfis er beisluð líkt og orka í listsköpun Carissu Baktay, Claire Paugam, Claudiu Hausfeld, Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur, Hye Joung Park, Iðu Brár Ingadóttur og Þórdísar Erlu Zoëga á sýningunni UNDIRLJÓMI. Upptök orkunnar er ósæ nálægð við hversdagsleg yfirborð og flæðandi glýpt á milli þeirra. Jafndægrin leika með líkamsklukku okkar og sjónarhorn þrengjast og víkka á víxl í takt við hreyfingu sólar. Þegar hún skimar lágt leitar hugurinn inn á við, eftir nánd og einveru. Þegar hún rís og nær nyrstu stöðu um sumarsólstöður, örvast hughrif og tilfinning um viðbótartíma sem opnar margstrenda sýn á ígrundun og athafnir. Svo hverfur hún á ný og taktbilið minnkar; athyglin færist inn á við. Við nemum hljóðbylgjur innra byrðisins og leyfum þeim að renna saman við hljómfall hins daglega.”


Frá 2021 hefur Listasafn Reykjanesbæjar á hverju ári boðið meistaranemum á fyrsta ári í sýningagerð við LHÍ að stýra sýningu í safninu, í samstarfi við námsleiðina. Þar er lögð áhersla á sýningagerð sem víðfeðman og margþættan vettvang sköpunar og rannsókna með samvinnu sem lykilþema. Sýningar meistaranema hafa vakið athygli safngesta og samstarfið við Listaháskólann er jafnframt liður í að kynna safnið fyrir nýrri kynslóð sem starfar innan listgreina og fræðasviðs lista á Íslandi.

1500

Aðrir viðburðir

5. jún

Opnun sumarsýninga Byggðasafns og Listasafns Reykjanesbæjar

Duus Safnahús / Duus Museum, Duusgata, Reykjanesbær
5. jún

Eagles - Bestu lög Eagles

Café Bryggjan, Miðgarður, Grindavík
6. jún

Bakkalábandið - Lagst að bryggju

Café Bryggjan, Miðgarður, Grindavík
17. jún

Þrautaleikur fjölskyldunnar

Reykjanesbær