Skapandi laugardagar með Freyju Eilíf!
Alla laugardaga í nóvember kl. 13–14 býður listakonan Freyja Eilíf upp á fjölbreyttar og litríkar listsmiðjur fyrir börn í Listasafni Reykjanesbæjar.
Efniviður á staðnum og frítt inn!
Komdu og taktu þátt í skemmtilegri og litríka listsmiðju í grímugerð með listakonunni Freyju Eilíf, innblásinni af mexíkósku hátíðinni Degi hinna dauðu!
Föndrum töfrateppi með klippimyndaaðferð – hægt að leika með eða hengja upp á vegg!
Við förum í skapandi geimferð í litum og formum!
Ljúf og ljómandi smiðja þar sem við búum til stjörnur til að hengja í glugga.
Sköpun og jólaföndur í hátíðlegum anda!
Komdu og njóttu skapandi laugardaga með Freyju Eilíf – þar sem ímyndunaraflið fær að fljúga frjálst! 
Ókeypis aðgangur