Fara í efni

Skáldasuð

Til baka í viðburði
Hvenær
22.-23. mars
Hvar
Duushús
Klukkan

Skáldasuð

Hátíðin hefst með opnun á sýningunni Orð eru til alls fyrst með myndverkum eftir Jónu Hlíf Halldórsdóttur, Hönnu frá Jaðri, Samfélag fyrir öll (sjálfstætt verkefni Vena Naskrecka), Anton Helga Jónsson, Sigurlín Bjarneyju Gísladóttur, Sossu og Gunnhildi Þórðardóttur. Verkin á sýningunni tengjast öll texta á einn eða annan hátt og eru bæði tví – og þrívíð verk. Sama kvöld hefst fyrri ljóðaupplestur Skáldasuðs eftir opnun en þar munu koma fram skáldin Kristrún Guðmundsdóttir, Anton Helgi Jónsson, Margrét Lóa Jónsdóttir, Draumey Aradóttir og Sigurlín Bjarney Gísladóttir.
Á seinna upplestrarkvöldinu 13. mars næstkomandi kl.17 munu ljóðaskáldin Elías Knörr, Gunnhildur Þórðardóttir, Ægir Þór Jahnke, Validmar Tómasson og Sigurbjörg Þrastardóttir stíga á stokk sem fyrr mun upplesturinn fara fram í Bíósal Duushúsa. 

Laugardag 15. mars kl.12-14 verður svo haldin ljóðasmiðja fyrir börn og ungmenni með Gunnhildi Þórðardóttur en hátíðin er hugsuð fyrir börn jafnt sem fullorðna. Ljóðin úr smiðjunni verða til sýnis á BAUN barna - og ungmennahátíð í Reykjanesbæ.
Á meðan á hátíðinni stendur verða til sýnis ljóð í leiðinni í Sundlaug Keflavíkur, Vatnaveröld, Ljósaljóð í strætóskýlum bæjarins og ljóðalabb þ.e. ljóð á ýmsum gönguleiðum um bæinn. Þar munu koma fram ljóðskáldin Garðar Baldvinsson aka Garibaldi, Guðmundur Magnússon, Ragnheiður Lárusdóttir, Guðmundur Brynjólfsson, Eygló Jónsdóttir og Eyrún Ósk Jónsdóttir. Þá mun verkefnastjóri vera með örljóðaupplestur í heitum pottum daga 7. og 21. mars.

Ókeypis

Aðrir viðburðir

5. jún

Opnun sumarsýninga Byggðasafns og Listasafns Reykjanesbæjar

Duus Safnahús / Duus Museum, Duusgata, Reykjanesbær
5. jún

Eagles - Bestu lög Eagles

Café Bryggjan, Miðgarður, Grindavík
6. jún

Bakkalábandið - Lagst að bryggju

Café Bryggjan, Miðgarður, Grindavík
17. jún

Þrautaleikur fjölskyldunnar

Reykjanesbær