Fara í efni

R.H.B. – Fríða Dís

Til baka í viðburði
Hvenær
fimmtudagur, 15 febrúar
Hvar
Hljómahöll
Klukkan
20:00-22:00

R.H.B. – Fríða Dís

Hljómsveitin R.H.B.

Hljómsveitin R.H.B. (Rolf Hausbentner Band) var stofnuð árið 2020. Hljómsveitin hefur gefið út 5 lög og fengið spilun bæði á Rás og og Xinu. Lagið Set me free, sem hljómsveitin gaf út ásamt Fríðu Dís, sat m.a. nokkrar vikur á vinsældarlista Rásar 2. Hljómsveitin vinnur nú að sinni fyrstu heilu plötu.

Með hljómsveitinni koma fram Pálmar Guðmundsson, Ólafur Ingólfsson, Smári Guðmundsson, Hlynur Þór Valsson, Ólafur Þór Ólafsson og Birta Rós Sigurjónsdóttir. Sérstakir gestir verða Fríða Dís Guðmundsdóttir og Grétar Lárus Matthíasson.

Frekari upplýsingar um hljómsveitina er að finna á samfélagssíðum hennar. https://linktr.ee/rolfhausbentnerband

Fríða Dís

Fríða Dís hefur starfað sem tónlistarmaður frá unglingsaldri, aðallega sem söngkona og texta- og lagasmiður með Klassart, Eldum og Trilogiu. Árið 2020 hóf hún sólóferil og hefur síðan þá gefið út þrjár plötur hjá útgáfufyrirtækinu Smástirni; Myndaalbúm, Lipstick On og Fall River. Platan Lipstick On hlaut tilnefningu til Kraumverðlaunanna 2022 og í plötugagnrýni í Morgunblaðinu sama ár skrifar Arnar Eggert Thoroddsen: „[…] virkilega vel heppnað verk. Með því betra sem ég hef heyrt á þessu ári“. Fríða hefur þar að auki tekið þátt í fjölda verkefna með ýmsu tónlistarfólki, t.d. Soffíu Björgu, Íkorna, Ingu Björk, Baggalúti og Jónasi Sig og verið iðin við tónleikahald. Fríða Dís vinnur nú að sinni fjórðu breiðskífu sem er væntanleg seinna á árinu.

3000

Aðrir viðburðir

5. jún

Opnun sumarsýninga Byggðasafns og Listasafns Reykjanesbæjar

Duus Safnahús / Duus Museum, Duusgata, Reykjanesbær
5. jún

Eagles - Bestu lög Eagles

Café Bryggjan, Miðgarður, Grindavík
6. jún

Bakkalábandið - Lagst að bryggju

Café Bryggjan, Miðgarður, Grindavík
17. jún

Þrautaleikur fjölskyldunnar

Reykjanesbær