Fara í efni

Nýdönsk í Hljómahöll

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 21 febrúar
Hvar
Hljómahöll
Klukkan
20:00-22:00

Nýdönsk í Hljómahöll

Nýdönsk heimsækir nú loksins Hljómahöllina heilum áratug eftir að hljómsveitin kom þar fram árið 2015. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og hljómsveitin bætt í ef eitthvað er. Snemma á þessu ári sendu piltarnir frá sér hljómplötuna Í raunheimum sem, auk þess að seljast firna vel, átti lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum, Fullkomið farartæki. Fáar hljómsveitir skarta jafn glæsilegum lagabálki og Nýdönsk og smellirnir eru orðnir ansi margir. Það má reikna með að lög eins og Horfðu til himins, Flugvélar og fleiri góð verði á dagskránni í bland við nýtt efni og minna þekkta gimsteina.

Hljómsveitina skipa þeir Björn Jörundur Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Jón Ólafsson, Stefán Hjörleifsson og Ólafur Hólm. Þeim til aðstoðar verða Guðmundur Pétursson, gítarleikari og Ingi Skúlason, bassaleikari.

12990 kr.

Aðrir viðburðir

5. jún

Opnun sumarsýninga Byggðasafns og Listasafns Reykjanesbæjar

Duus Safnahús / Duus Museum, Duusgata, Reykjanesbær
5. jún

Eagles - Bestu lög Eagles

Café Bryggjan, Miðgarður, Grindavík
6. jún

Bakkalábandið - Lagst að bryggju

Café Bryggjan, Miðgarður, Grindavík
17. jún

Þrautaleikur fjölskyldunnar

Reykjanesbær