Gönguferð með leiðsögn
Laugardaginn 3. júní 2023 ætlar Helgi Biering þjóðfræðingur að ganga eftir gamalli leið sem er að mestu leyti týnd og gleymd, en þó eru örfáar heimildir um hana, nokkur vörðubrot sýnileg ásamt örfáum vörðum sem eru enn uppistandandi.
Brúnaleiðin lá frá Kúagerði og til Grindavíkur. Við Kúagerði greindist leiðin út úr gömlu þjóðleiðinni sem lá frá Hafnarfirði til Voga og svo áfram til Keflavíkur. Hún lagðist af ekki síðar en 1920 eftir að það var kominn akfær vegur til Grindavíkur. Í þessari ferð verður gengið frá suðri til norðurs.
Brúnaleiðin heitir svo vegna þess að hún liggur við svokallaðar Brúnir sem er þekkt örnefni á Vogaheiði. Hún er frekar láglend og fer um hlaðið á Dalsseli við Fagradalsfjall og Flekkuvíkurseli ofan Reykjanesbrautar við norðurenda leiðarinnar. En ofan allra annarra selja í Vogaheiðinni. Gömlum vörðum og vörðubrotum fylgt eins og hægt er.
Helgi leiðir hópinn í gönguferðinni og dregur fram nokkra sögumola þar sem því verður við komið.
Helgi leiðir hópinn í gönguferðinni og dregur fram nokkra sögumola þar sem því verður við komið.
Ekkert kostar í gönguna annað en gott skap og sól í hjarta.
Gangan er um 21 km og lagt verður að stað kl. 09:00 frá Suðurstrandarvegi, við bílasæði P1 sem er við upphaf göngunnar að gosstöðvunum við Fagradalsfjall.
Erfiðleikastigið er tveir og hálfur skór.
Erfiðleikastigið er tveir og hálfur skór.
Fyrir þá sem vilja verður safnast í rútu við afleggjarann upp að Keilir kl. 08:30, einkabílinn skilinn eftir þar en rúta flytur göngumenn að upphafi göngunnar við Suðurstrandarveg.
Athugið að takmarkaður sætafjöldi er í rútuna og því nauðsynlegt að skrá sig. Skráning í rútu hér https://forms.gle/ZYZfgo61FJUqVFS58
ATH. Ef svo ólíklega fari að verður (veður er hugarfar) hamli göngu verður fundin önnur dagsetning fyrir gönguna.
Kærar þakkir til Ferðamálasamtaka Reykjaness fyrir veittan stuðning.
Viðburðurinn er á Facebook og þar er hægt að fylgjast með uppfærðum upplýsingum um gönguna. Sjá hér.