Fara í efni

Emmsjé Gauti á trúnó - aukatónleikar

Til baka í viðburði
Hvenær
fimmtudagur, 5 október
Hvar
Hjallavegur 2, Ytri-Njarðvík, Reykjanesbær, Iceland
Klukkan
22:30-00:00

Emmsjé Gauti á trúnó - aukatónleikar

EMMSJÉ GAUTI Á TRÚNÓ

Í HLJÓMAHÖLL 5. OKTÓBER

UPPSELT ER Á TÓNLEIKANA KL. 20

AUKATÓNLEIKAR KL. 22:30

Uppselt er á Emmsjé Gauta á trúnó í Hljómahöll þann 5. október kl. 20.

Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að setja í sölu aukatónleika kl. 22:30 sama kvöld. Miðasala er hafin á aukatónleikana.

Hljómahöll hefur endurvakið tónleikaröðina Trúnó en tónleikaröðin hafði haldið sig til hlés frá því að heimsfaraldurinn skall á. Á trúnó-tónleikum í Hljómahöll fá gestir að upplifa mikla nánd við listamennina. Tónleikarnir fara fram í Bergi sem rúmar um 100 gesti og er þó engu til sparað þegar kemur að hljóðgæðum eða lýsingu á tónleikunum. Mætti jafnvel lýsa þeim sem stórtónleikum í litlum sal.

Hljómsveitin Valdimar spilaði nýverið tvenna tónleika í tónleikaröðinni en skemmst er frá því að segja að tónleikarnir heppnuðust mjög vel en uppselt var á báða tónleikana.

Gauti Þeyr Másson, betur þekktur undir sviðsnafninu Emmsjé Gauti, er íslenskur tónlistarmaður og rappari sem er öllum landsmönnum kunnugur. Hann gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2011. Síðan þá hefur hann gefið út hvern smellinn á fætur öðrum. Gauti er þekktur fyrir kraftmikla sviðsframkomu og við erum nokkuð viss um að hann mæti með mikla orku í Hljómahöllina

Emmsjé Gauti hefur gefið út sjö breiðskífur:

Bara ég (2011)
Þeyr (2013)
Vagg & Velta (2016)
Sautjándi nóvember (2016)
FIMM (2018)
Bleikt Ský (2020)
MOLD (2021)

Ljóst er að það verður af nægu að taka hjá Emmsjé Gauta þegar hann kemur fram á trúnó í fyrsta sinn í Hljómahöll.

5900 kr

Aðrir viðburðir

5. jún

Opnun sumarsýninga Byggðasafns og Listasafns Reykjanesbæjar

Duus Safnahús / Duus Museum, Duusgata, Reykjanesbær
5. jún

Eagles - Bestu lög Eagles

Café Bryggjan, Miðgarður, Grindavík
6. jún

Bakkalábandið - Lagst að bryggju

Café Bryggjan, Miðgarður, Grindavík
17. jún

Þrautaleikur fjölskyldunnar

Reykjanesbær