Bríet x KEF SPA
Persónulegir tónleikar með Bríet í KEF SPA, föstudagskvöldið 13. febrúar
Bríet er einn áhugaverðasti flytjandi og höfundur íslenskrar tónlistar í dag. Með einstaka blöndu af kraftmikilli útgeislun, hrífandi textum og sálríkri rödd nær hún að heilla áhorfendur hvert sem hún fer. Bríet er þekkt fyrir líflega sviðsframkomu, þar sem hún nýtur þess að tengjast áhorfendum og skapa ógleymanlega upplifun.
Sviðið í þetta skiptið verður KEF SPA. Þar ætlar Bríet að halda litla og nána tónleika ásamt góðum vini sínum og hljómborðsleikara Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni. Hvort sem Bríet er að stíga á svið í litlu kaffihúsi eða á stóru sviði, þá er eitt víst – hún lætur engan ósnortinn.
KEF SPA er ekki aðeins staður fyrir vellíðan og endurnæringu, heldur einnig einstakt rými fyrir valda menningarviðburði. Með því að bjóða upp á tónleika í nánu og fáguðu umhverfi sameinar KEF SPA tónlist, stemningu og vellíðan í heildstæða upplifun fyrir takmarkaðan fjölda gesta. Hér mætast list og lúxus á eðlilegan og hlýlegan hátt.
Innifalið:
Tónleikar með Bríet í nánu umhverfi
Aðgangur að KEF SPA & Fitness með slopp, inniskóm og handklæði, ásamt afnot af Blue Lagoon snyrtivörum í fataklefa
Léttir réttir frá KEF Restaurant
Drykkjatilboð á Versace Bar
Dagskrá:
18:30 Húsið opnar. Drykkjatilboð á Versace Bar í boði allt kvöldið
19:00 Léttar veitingar frá KEF Restaurant
20:30 Bríet stígur á svið
23:00 Húsið lokar
Bókaðu upplifun þína hér: www.kef.is/is/product/briet
19.800 kr.