Fara í efni

Gaflaraleikhúsið

Gaflaraleikhúsið er hópur atvinnufólks sem hefur rekið lítið leikhús við Víkingastræti í Hafnarfirði frá 2011. Að hópnum standa Ágústa Skúladóttir, Björk Jakobsdóttir, Gunnar Helgason og Lárus Vilhjálmsson en þau eru öll með mikla reynslu á sviði leiklistar og menningarlífs. Gaflaraleikhúsið er lítið leikhús fyrir 220 áhorfendur, með áhorfendapöllum, stólum og ljósa- og hljóðbúnaði.

Framtíðarmarkmið Gaflaraleikhússins er að byggja upp öflugt atvinnuleikhús á Íslandi sem leggur áherslu á góðar og vandaðar sýningar fyrir unga áhorfendur og skellir inn á milli flottum sýningum fyrir fullorðna.

Hvað er í boði