Fara í efni

Tjarnarbíó

- Hugsaðu sjálfstætt -

Tjarnarbíó er heimili sjálfstæðra sviðslista á Íslandi og sannkallaður kontrapunktur íslenskrar sviðslistamenningar. Tjarnarbíó er eðlisólíkt öðrum leikhúsum hérlendis að því leiti að við erum ekki framleiðsluhús heldur hýsingar- og samstarfsaðili sjálfstæðra sviðslistahópa. Þannig er lífið í húsinu einfaldlega endurspeglun lífsins í sjálfstæðu sviðslistasenunni hverju sinni og hvert leikár eins og ómerktur konfektkassi þar sem jafnvel við sjálf vitum ekki alltaf hvaða mola við munum fá. 

Í sjálfstæðu senunni gerast hlutirnir oft hratt þegar hugmyndir kvikna eða hverfa með stuttum fyrirvara. Því leggjum við í Tjarnarbíói ekki upp með fullkláraða dagskrá í upphafi hvers leikárs heldur leggjum við áherslu á Tjarnarbíó sem spennandi og heillandi gróskupott sviðslista á Íslandi þar sem alltaf má finna eitthvað nýtt og spennandi. 

Kíkið í heimsókn – Sjón er sögu ríkari

Hvað er í boði