Fara í efni

Tónlistarmessa í Árneskirkju

Til baka í viðburði
Hvenær
sunnudagur, 20 júní
Hvar
Árneskirkja
Klukkan
14:00

Tónlistarmessa í Árneskirkju

Tónlistarmessa verður haldin í Árneskirkju sunnudaginn 20. júní kl 14:00

Sr. Hjálmar Jónsson verður með kynningu og talað mál sem messuígildi. Þessir tónleikar voru á dagskrá sl. sumar en frestuðust vegna Covid.

Í millitíðinni gáfu hjónin Ágúst Herbert Guðmundsson og Guðrún Gísladóttir á Akureyri Árneskirkju veglegt kirkjuorgel af gerðinni Viscount Prestage 80 með þremur hljómborðum og fótpetal. Ágúst lést úr MND sjúkdómnum í janúar síðastliðnum.

Allir sem fram koma eru fyrsta klassa tónlistarmenn. Mun Guðmundur H. Guðjónsson leika á orgelið á tónleikunum en hann er faðir Ágústar og ættaður frá Kjörvogi. Védís Guðmundsdóttir flautuleikari er dóttir Guðmundar H. Guðjónssonar. Aðrir flytjendur eru Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari, Gunnar Kvaran, sellóleikari og Gissur Páll Gissurarson, tenór.

Stefnt er að því að tónleikar af þessu kaliberi verði árlegur viðburður í Árneskirkju.

aðgangur ókeypis

Aðrir viðburðir