Fara í efni

Þannig var það 3. sýning

Til baka í viðburði
Hvenær
fimmtudagur, 17 júlí
Hvar
Haukadalur Dýrafirði
Klukkan
20:00-21:10

Þannig var það 3. sýning

Þannig var það, eftir norska Nóbelskáldið Jon Fosse fjallar á áhrifaríkan hátt um einmannaleika, einangrun og hnignun mannlegra samskipta í nútímanum. Aðalpersóna leiksins er listamaður á sjúkrabeði er horfist í augu við þá staðreynd að hann hafi látið starfsframan ganga fram yfir samskiptum við maka, börn og stórfjölskylduna. Ákaflega áhrifaríkt leikverk sem snertir við manni og á sannlega erindi við okkur nútímafólkið. 

Þannig var það verður aðeins sýnt í Kómedíuleikhúsinu Haukadal Dýrafirði.

Miðasala á midix.is og í síma 891 7025

Leikari: Elfar Logi Hannesson/Höfundur: Jon Fosse/Þýðing: Kristrún Guðmundsdóttir/ Lýsing: Sigurvald Ívar Helgason/ Búningar: Sunnefa Elfarsdóttir /Tónlist: Unnur Birna Björnsdóttir /Leikmynd og leikstjórn: Marsibil G. Kristjánsdóttir.

4500

Aðrir viðburðir