Fara í efni

Stormur og styrjöld – Sögur frá Sturlungaöld

Til baka í viðburði
Hvenær
sunnudagur, 26 júlí
Hvar
Haukadalur
Klukkan
16:00-17:00

Stormur og styrjöld – Sögur frá Sturlungaöld

Sagnamaðurinn Einar Kárason mætir í Kómedíuleikhúsið, minnsta atvinnuleikhús Íslands, í Haukadal. 

Hér segir Einar Kárason efni Sturlungu á einfaldan og skýran hátt sem höfðar jafnt til þeirra sem þekkja söguna og hinna sem ekki þekkja söguna en hafa áhuga á kynnast einni dramatískustu atburðarás Íslandssögunnar.

Segja má að þetta form, að höfundur segi  efni bóka sinna, sé nýjung á okkar tímum þó líklegt sé að að þetta sé einmitt sá flutningsmáti sem höfundar eins og Snorri Sturluson og Sturla Þórðarson viðhöfðu við að koma sínum verkum til skila hjá sínum samtímamönnum.

2000

Aðrir viðburðir