Fara í efni

Náttúrubarnahátíð á Ströndum

Til baka í viðburði
Hvenær
12.-14. júlí
Hvar
Sauðfjársetur á Ströndum, Sævangur
Klukkan

Náttúrubarnahátíð á Ströndum

Langar þig að komast í betri tengsl við þitt innra náttúrubarn? Á Náttúrubarnahátíð á Ströndum 12.-14. júlí gefst þér tækifæri til að finna og rækta náttúrubarnið í þér á skemmtilegri dagskrá fullri af allskonar fróðleik og fjöri!

Náttúrubarnahátíðin verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi, þar sem Náttúrubarnaskólinn er til húsa.

Náttúrubarnahátíðin er fjölskylduhátíð og verður aðgangur ókeypis 🌱

Dagskráin er fjölbreytt og samanstendur af fróðleik og fjöri, tónlist og útivist í náttúrunni, en markmið hátíðarinnar er að vekja athygli á mikilvægi náttúrunnar og hvernig má nýta hana á skapandi og skemmtilegan hátt.

Það er einnig frítt fyrir hátíðargesti að gista í tjaldi á Kirkjubóli sem er rétt hjá Sævangi en það er ekki eiginlegt tjaldstæði og ekki aðgangur að rafmagni. Það er frábært tjaldsvæði á Hólmavík þar sem er rafmagn og ýmsir gististaðir í nágrenninu.

Veitingasala er á Sauðfjársetrinu (Kaffi Kind) alla helgina og er þar nóg úrval af allskonar réttum bæði fyrir grænkera og aðra.

ÆVINTÝRI - UPPLIFUN - ÚTIVIST - SKEMMTUN - FRÓÐLEIKUR

Hátíðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða 🎉

0

Aðrir viðburðir