Fara í efni

Kayaknámskeið

Til baka í viðburði
Hvenær
25.-28. febrúar
Hvar
Heydalur, isafjordur
Klukkan

Kayaknámskeið

Viltu kynnast náttúrunni og landinu á nýjan hátt?  Viltu eiga frábært ævintýri með góðum vinum eða kynnast nýju fólki? Viltu stinga af og njóta einstakrar náttúrufegurðar Vestfjarða?  Hefur þig dreymt um að róa á spegilsléttum sjó innan um seli og sjófugla.  Nú er tækifærið! Komdu vestur í Ísafjarðardjúp á kajaknámskeið með Veigu Grétarsdóttur hringfara.
 

Námskeið þessi verða haldin í samstarfi við ferðaskrifstofuna Borea og Sveitahótelið í Heydal. Námskeiðið er sniðið að byrjendum í kajakróðri og fyrir þá sem eru lengra komnir en vilja bæta við reynsluna.  Farið verður í gegnum grunnatriði, svo sem áratök, róðratækni, bjarganir og eins hvernig er best að umgangast kajakinn og búnaðinn sem nota þarf í sportið.  Hluti kennslunnar fer fram innandyra en megnið á sjó þar sem verður róið á milli staða og út í eyjar ef veður leyfir, þar sem fólki gefst kostur á njóta kyrrðarinnar í óspilltri náttúrunni.

Innifalið er:

  • Kajaknámskeið
  • Kajak, þurrgalli og allt sem til þarf
  • Gisting í 3 nætur
  • Morgunmatur í 3 daga
  • Smurt nesti fyrir daginn 

Allar frekari upplýsingar og bókanir má finna hér.

70.000. kr

Aðrir viðburðir