Fara í efni

Ferðafélag Ísfirðinga - Lambeyrarháls

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 2 júlí
Hvar
Klukkan
09:00

Ferðafélag Ísfirðinga - Lambeyrarháls

Lambeyrarháls

Erfiðleikastig: tveir skór.

2. júlí kl. 9.00 á einkabílum frá Bónus á Ísafirði.
Gönguleið frá Patreksfirði yfir Lambeyrarháls
og niður að bænum Lambeyri í Tálknafirði.
Á slóðum sögunnar Sigurverkið e. Arnald Indriðason.

Vegalengd: 6,5 km
Upphækkun í um 430 m. hæð
Tímalengd: 3 – 4 klst.

Gengið upp frá Patreksfirði þægilega leið
austnorðaustur Litladal og fyrir norðan Kríuvötn
upp á Lambeyrarháls í um 430 metra hæð.
Þaðan norðaustur og niður varðaða heiðina.
Síðan fyrir austan brún Smjörskálar og
Smælingjadals niður nokkuð bratta leið að
Lambeyri í Tálknafirði.

Fararstjórar:
Örn Smári Gíslason
og Emil Ingi Emilsson.

2500 fyrir félaga, 3000 fyrir aðra

Aðrir viðburðir