Fara í efni

Enduro Ísafjörður

Til baka í viðburði
Hvenær
12.-13. ágúst
Hvar
Ísafjörður, Ísafjarðarbær, Westfjords, 400, Iceland
Klukkan
13:00-23:00

Enduro Ísafjörður

Enduro Ísafjörður 12&13 ágúst 2022

Skráning www.netskraning.is/enduro-iso/ 
Viðburðurinn verður með festivalsívafi í ár. Það þýðir að við ætlum ekki bara að bjóða ferskustu hjólakeppendur landsins velkomna vestur í Endurogleði, heldur alla skemmtilegu vini þeirra líka. Hvort sem þeir hjóla með endurólestinni eða fara sína eigin leiðir.

Óstaðfest dagskrá (Verður staðfest þegar snjóa leysir)
12.ágúst, kl 16 ish keppt í (2-4 sérleiðum) (A, Masters, Rafmagn)
13.ágúst kl 14ish keppt í (3-5 sérleiðum) (A,B, Master, Rafmagn)

Þátttökugjaldið er 10.000 kr fyrir early bird en hækkar í 13000 17.júlí. Opið er fyrir skráningu til miðnættis föstudaginn 5. ágúst. Innifalið í miða er keppni, skutlferð, matur, diskó og djús. Það má taka þátt í öllu eða hluta eina skilyrðið er að vera í stuði.
ATH! Greiðsla þátttökugjalda fer í gegnum greiðslukerfi Fossavatnsgöngunar.

Enduro er keppnisform í fjallahjólreiðum þar sem allir hjóla saman langa leið en aðeins er keppt á merktum sérleiðum sem eru aðallega niður á móti. Tímataka er á þessum sérleiðum en ekki á milli þeirra.
Leiðir verða í Ísafjarðarbæ. Við mælum með fullface hjálmum, bakbrynju og hlífðarbúnaði. Bakpoki með næringu og auka fatnaði er lykilatriði ásamt auka þurrum vettlingum, fyrstu hjálpar kitti og slöngu og öðrum nauðsynlegum varahlutum.
Eftir keppni á föstudeginum verður hjólað í Apres á Dokkunni og á laugardeginum verður langþráð vestfirskt Enduro gleði í Edinborgarhúsinu.

Reglur
Keppnisfyrirkomulagið er Enduro eins og það er skilgreint af samtökum um Enduro fjallahjólakeppnir © Enduro Mountain Bike Assoc™. Ekki er unnt að fylgja opinberu reglunum í öllum atriðum en við munum reyna að heiðra þær í aðalatriðum. Reglur er að finna á heimasíðu Enduro Ísland http://www.enduroiceland.com/reglur.html
A flokkur 18 ára + fyrir þá sem ætla að hafa gaman en jafnframt berjast um hröðustu tímana.
Masters 35+ Fyrir hetjur liðinna ára... (35 ára og eldri)
B flokkur 18 ára+ fyrir þá sem ætla að hafa gaman og mögulega keppast um betri tíma en vinir eða vinkonur
Rafhjólaflokkur fyrir stuðhjólara.
Keppendur verða að vera 18 ára eða eldri Flögulausir miðar eru fyrir 18 ára eða eldri

13000

Aðrir viðburðir