Fara í efni

Þorláksmessutónleikaröð Bubba Morthens 2020

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 19 desember
Hvar
Bíóhöllin, Vesturgata, Akranes
Klukkan
20:00-22:00

Þorláksmessutónleikaröð Bubba Morthens 2020

Þorláksmessutónleikaröð Bubba Morthens er ein allra langlífasta tónleikahefð á aðventunni og í aðdraganda jóla. Bubbi bregður ekki út af vananum þetta árið og eru viðkomustaðirnir í ár þeir sömu og í fyrra; Bæjarbíói Hafnarfirði, Bíóhöllinni Akranesi, Hofi Akureyri og í Eldborg í Hörpu.
 

Tón­leik­arn­ir eru merki­leg­ir fyr­ir þær sak­ir að þetta verður í 36. sinn sem Bubbi stend­ur fyr­ir Þorláksmessutónleikum. Fyrstu Þorláksmessutónleikarnir voru haldnir á Hótel Borg árið 1985 eða fyrir 35 árum. Þótt staðsetning tónleikana hafi breyst í gegnum tíðina má altaf stóla á það að Bubbi mæti með gítarinn og perlar sín þekktustu lög á kvöldsins festi og rýnir í samtímann af sinni einstöku snilld.

Bubbi hefur líklega aldrei á öllum sínum ferli komið jafn sjaldan fram og í ár. Þannig er hann engin undantekning frá öðrum sviðlistamönnum. Árið, sem svo sannarlega fer í sögubækurnar hjá honum hófst á æfingatímabili fyrir söngleikinn 9 líf, sem byggður er á ævi Bubba í Borgarleikhúsinu. Það tókst að frumsýna og sýna þrisvar en síðan hefur samkomubann ríkt í einu eða öðru formi. Sýningar á honum hefjast vonandi 1.október.

Þorláksmessu tónleikarnir verða á eftirtöldum stöðum á eftirfarandi dögum.

9. desember Bæjarbíó Hafnarfirði
10. desember Bæjarbíó Hafnarfirði
19. desember Bíóhöllin Akranesi
21. desember Hof Akureyri - HÉR er hægt að kaupa miða í Hofi.
23. desember Eldborg Reykjavík - HÉR er hægt að kaupa miða í Eldborg.

Allar nánari upplýsingar eru á prime.is, og á facebook síðum Bubba Morthens og Prime umboðsskrifstofu

Miðasala á Tix.is 

Aðrir viðburðir