Tendrun Jólaljósa á Akratorgi 2024
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á þennann árlega fjölskylduviðburð þar sem við tendrum jólaljósin á jólatréinu okkar á Akratorgi, laugardaginn 30. nóvember. Þetta er kærkomið tækifæri fyrir fjölskyldur og vini til að koma saman, njóta góðra stunda og fagna komu jólahátíðarinnar í notalegri og hátíðlegri stemningu.
Hjörvar Gunnarsson ætlar sjá til þess að dagskráin gangi smurt, Liv Åse Skarstad flytur hátíðarræðu og hluti Jólasöngdætra þær Hanna Þóra og Ylfa Flosa syngja fyrir okkur fagra tóna við undirleik Flosa Einarssonar.
Hver veit nema jólasveinarnir láti sjá sig og gleðji börnin.
Til að slá botninn í þessa skemmtilegu dagskrá ætlar Fjöliðjan að bjóða á jólatónleika á 1. hæð Landsbankans undir leiðsögn Mána Björvinssonar - Íþróttafélög úr bæjarfélaginu verða einnig með kaffisölu á sömu hæð - Um að gera að næla sér í rjúkandi bolla og styðja við þeirra frábæru störf!
Útvarp Akranes verður með útsendingu af þriðju hæðinni líkt og í fyrra og hvetjum við öll til að stilla á 95.0!