Fara í efni

Slökun og endurnæring á Nýp

Til baka í viðburði
Hvenær
föstudagur, 20 júní
Hvar
Klukkan

Slökun og endurnæring á Nýp

Komdu í faðm kyrrðarinnar á Nýp, Skarðsströnd við Breiðafjörðinn. Þetta er einstakt tækifæri til að gefa þér tíma fyrir sjálfa þig eða vinkonuhópinn, þar sem þátttakendur njóta tónheilunar, mjúks jóga, gönguferða og nærandi grænkeramáltíða í hlýlegu og fallegu umhverfi.
Á Nýp sameinast nútímalegur arkitektúr Studio Bua djúpri virðingu fyrir umhverfi og sögu staðarins. Viðbygging Nýp hefur hlotið alþjóðleg arkitektaverðlaun og listaverk prýða rýmin.
Húsið er umkringt stórbrotinni náttúru og stærð hópsins (hámark 12 konur) tryggir rólegt og persónulegt andrúmsloft.
Umsjón annast Sólrún Sumarliðadóttir - staðarhaldari, Hildur Ársælsdóttir – matgæðingur og Vala Sólrún Gestsdóttir – tónheilari og jógakennari.
Bókanir: retreat@nyp.is
nánari upplýsingar á https://nyp.is/retreat/
 

Aðrir viðburðir