Fara í efni

Past in flames - Eldhátíð á Eiríksstöðum

Til baka í viðburði
Hvenær
5.- 7. júlí
Hvar
Eriksstadir
Klukkan
10:00-18:00

Past in flames - Eldhátíð á Eiríksstöðum

Við erum logandi spennt fyrir því að segja ykkur frá okkar næsta skrefi í hátíðahaldi þar sem við stundum tilraunafornleifafræði. Þessi verður algerlega einstök, við ætlum nefnilega að leika okkur að eldinum.
Á þessari hátíð verður með okkur einvala lið sérfræðinga frá öllum Miðgarði. Fylgist með viðburðinum vaxa og sjáið hverjir munu koma til okkar á þessari skemmtilegu og fræðandi helgi.
Brennið til okkar að Eiríksstöðum 5. til 7. júlí 2024 og takið þátt í að skapa ógleymanlegar minningar og nýja þekkingu.
Ekki gleyma myndavélinni, því það verður hér sem mest "lækaða sjálfa" sunarsins 2024 verður til.
 
Elds er þörf
þeim er inn er kominn
og á kné kalinn.
Matar og voða
er manni þörf,
þeim er hefir um fjall farið.
Eldur er bestur
með ýta sonum
og sólar sýn,
heilyndi sitt,
ef maður hafa náir,
án við löst að lifa.
Betra er lifðum
og sællifðum.
Ey getur kvikur kú.
Eld sá eg upp brenna
auðgum manni fyrir,
en úti var dauður fyr durum.
Við eld skal öl drekka,
en á ísi skríða,
magran mar kaupa,
en mæki saurgan,
heima hest feita,
en hund á búi.

Aðrir viðburðir