Melankólía milli jóla og nýjárs á Borg á Mýrum // SySy dúett
Hinar syngjandi systur Sigríður Ásta og Hanna Ágústa mynda dúettinn SySy. Þær eru miklir giggarar, þekktar fyrir að vera hressar og skemmtilegar og oft beðnar um að vera með gigg, og að vera einmitt hressar og skemmtilegar sem þær gera iðullega, samviskusamlega.
Þær eiga þó í sér aðra hlið, hina melankólísku hlið. En þar sem þær eru afar sjaldan beðnar um að koma og gigga og vera melankólískar og hjartnæmar ákváðu þær að græja sitt eigið gigg og efna til slíkra tónleika milli jóla og nýjárs.
Á efnisskránni verða aðallega lög í moll, sungin í tvísöng og verður mikið um tvíundir og leiðsögutóna. Ef til vill leika systur á einhver af þeim hljóðfærum sem þær ýmist hafa lært á eða kennt sér sjálfar (ef þær nenna að æfa sig þ.e.a.s.).
Þið hafið ekkert betra við laugardaginn milli jóla og nýjárs að gera en að koma á þessa tónleika (frítt inn), það er í boði að njóta, sofna, gráta og jafnvel hlæja.
Komið og eigið yndæla, einlæga desemberstund með okkur