Fara í efni

MEÐ GLEÐIRAUST - ÍSLENSK SÖNGLÖG FYRIR RÖDD OG GÍTAR

Til baka í viðburði
Hvenær
fimmtudagur, 14 október
Hvar
Landnámssetrið
Klukkan
20:00-22:00

MEÐ GLEÐIRAUST - ÍSLENSK SÖNGLÖG FYRIR RÖDD OG GÍTAR

Söngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og klassískri gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui flytja ástsæl sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Huga Guðmundsson, Hauk Tómasson og Sigfús Halldórsson í bland við íslensk þjóðlög í útsetningum gítarleikarans sjálfs. Þau Guðrún og Javier eru þekkt fyrir að skapa mikla nánd við áhorfendur, innlifun, frumlegt efnisval, tilfinninganæma túlkun og áhugaverðar kynningar, sem færa hlustendur inn í heim hvers lags fyrir sig. Guðrún og Javier komu fyrst fram saman árið 2002 í Guildhall School of Music and Drama í London, þaðan sem þau luku bæði mastersgráðum í tónlist. Síðan þá hafa þau komið reglulega fram í fjölmörgum tónleikasölum og á tónlistarhátíðum víðs vegar í Evrópu, Bandaríkjunum og Afríku. Þau hafa tekið upp þrjá geisladiska: Mitt er þitt – íslensk og spænsk sönglög (12 tónar), English and Scottish Romantic Songs for voice and guitar (EMEC Discos) og Secretos Quiero Descubrir (Abu Records). Upptökur þeirra má einnig heyra á diskunum Inspired by Harpa, Icelandic Folksongs and Other Favorites, Kom skapari (12 tónar) og Awake (Orpheus Classical). Hjónin Guðrún og Javier eru stofnendur og stjórnendur Sönghátíðar í Hafnarborg. Þau fluttu til Íslands árið 2020. www.duoatlantica.com

 

 

Aðrir viðburðir