Fara í efni

Hræðileg helgi í Stykkishólmi

Til baka í viðburði
Hvenær
13.-14. febrúar
Hvar
Stykkishólmur
Klukkan
17:00-23:30

Hræðileg helgi í Stykkishólmi

Hræðileg helgi í Stykkishólmi 2026

Morðgáta, glæpir & draugar í Hólminum 13. - 14. febrúar.

Hólmarar eru búnir að búa til spennandi morðgátu sem þarf að leysa. Hver er fórnarlambið og hver morðinginn? Komdu í Hólminn og leystu morðgátuna!

ATH. 2-4 saman í liði.

*FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR

Kl. 14:00-17:00 Amtsbókasafnið

Hræðilegur ratleikur fyrir börn.

Kl. 16:00 - 17:00 Norska húsið

Barnadraugahús.

Kl. 17:00 Tónlistarskólinn í Stykkishólmi

Morðgáta.

Morðgátu vettvangur verður opin:

Föstudag: kl. 17:00 - 22:00

Laugardag: kl. 13:00 - 18:00

Svari við morðgátunni skal skilað í kassa á Fosshótel, hægt er að skila svari til kl. 20:00 laugardaginn 14. febrúar.

Kl. 19:30 - 20:30 Norska húsið

Draugahús fyrir fullorðna opið.

Kl. 21:00 Fosshótel

Hugleikur Dagsson húmoristi, listamaður og einlægur aðdáandi hryllingsmynda verður með svæsna umfjöllun og sýnir brot af því besta.

*LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR

Kl. 13:00 Tónlistarskólinn í Stykkishólmi

Jazzhrekkur - ókeypis fjölskyldutónleikar

Er tónlistardraugur í Tónlistarskólanum í Stykkishólmi? Eða dansandi köngulær? Hefur norn lagt álög á allt fullorðna fólkið?

Tónleikadagskrá fyrir alla fjölskylduna þar sem reiddir eru fram jazztónar byggðir á þjóðtrú um að á tímamótum verði skilin milli mannheims og heims hins yfirnáttúrulega óljós; draugar, uppvakningar, nornir, álfar, huldufók birtast.

Kl. 14:00 - 16:00 Sjávarpakkhúsið

Kl. 14:00 Erindi Jón Jónsson, förufólk og flakkarar.

Kl. 14:45 Erindi Dagrún Ósk, útfarar- og greftrunarsiðir.

Kl. 14:00 - 16:00 Sjávarborg

Kl. 14:00 Erindi Dagrún Ósk, útfarar- og greftrunarsiðir.

Kl. 14:45 Erindi Jón Jónsson, förufólk og flakkarar.

Kl. 16:00 - 18:00 Norska húsið

Mjókurstofa - sýningarými: Opnun myndlistarsýningarinnar Svörtu verkin eftir Halldór Kristjánsson. Titillinn vísar í svörtu málverkin eftir Francisco Goya, verk sem hann málaði í einangrun og héngu lengi óséð. Með þessari tilvísun vitna verk Halldórs í þá þá hefð: að skoða myrkur ekki sem hrylling heldur sem innra landslag, rými fyrir óvissu, kyrrð og dularfulla spennu. Líkt og hjá Goya eru það ekki skrímslin sem hræða, heldur það sem kraumar undir yfirborðinu.

Risloft: Snæfellsnes fortíðar, á baðstofuloftinu á 19. öld lak af þaki niður í rúmin, kuldinn klæddi herbergið og myrkrið fyllti rýmið mestan hluta ársins. Hér vann fólk, borðaði og svaf á sama stað – lífið á Snæfellsnesi var bæði erfitt og hræðilegt! Komdu í rökkrið á rislofti Norska hússins og skynjaðu fortíðina með nýrri framsetningu safnmuna. Þjóðfræðingurinn Anna Melsteð leiðir sýninguna og vekur sögurnar til lífsins í þessu draugalega en heillandi rými.

Léttar veitingar í boði.

Kl. 18:00 Frjáls tími, nú eru síðustu forvöð að finna út hver er morðinginn. Minnum á að panta borð á veitingastöðunum.

Kl. 20:00 Fosshótel

Glæpa Kviss, Anna Margrét Pálsdóttir sérleg áhugamanneskja um morð og glæpi, treður upp með glæpsamlegum spurningum.

 

Aðrir viðburðir