Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs gengur á Akrafjall
Mæting kl. 10:00 á bílastæðinu við Akrafjall, beygt af Akranesvegi við gámastöðina.
Genginn hringur á fjallinu um Háahnúk, Jókubungu og Geirmundartind. Gangan er 12 - 14 km. og heildarhækkun allt að 1.000 m., breytilegt undirlendi, frekar hart. Gangan gæti tekið rúmar 6 klst.
Munið eftir nesti og klæðnaði eftir veðri. Allir velkomnir, en þátttakendur þurfa að vera í góðu gönguformi.