ÞITT EINSTAKA SJÓNARHORN - ókeypis smiðja fyrir fjölskyldur
ÞITT EINSTAKA SJÓNARHORN
Í þessari tveggja tíma fjölskylduvinnustofu munu börn, unglingar og foreldrar teikna myndasögur.
Dæmi um sögu:
„Norn flýgur um á kústi.
Skyndilega finnur nornin lykil að hurð!
Hvað finnur hún hinum megin? Þú ákveður.“
Senurnar sem þau velja að sýna, litirnir sem þau velja, töfraheimurinn sem felur sig á bak við hurðina og jafnvel hvernig þau teikna lykilinn, er einstakt.
Fyrir 6 ára og eldri
Skráning: fraedsla@listasafnarnesinga.is