Fara í efni

Summa & Sundrung

Til baka í viðburði
Hvenær
17. september - 18. desember
Hvar
Austurmörk 21, Hveragerðisbær, Iceland
Klukkan
12:00-17:00

Summa & Sundrung

Sýninging Summa & Sundrung teflir saman verkum eftir Gary Hill, Steinu Vašulka og Woody Vašulka. Markmiðið er að sýna fram á sameiginleg einkenni í listsköpun þeirra snemma á ferlinum og síðan hvernig þau héldu í ólíkar áttir hvað varðar konsept, framkvæmd og pælingar í túlkun sinni á hinu efnislega og óefnislega, einnig er farið í saumana á þremur einstökum ferlum sem endurspegla sérstakt næmi listamannanna og sérstætt myndmál.

Þetta samvinnuverkefni býður upp á nýja leið, þó nokkuð stytta, um víðáttumikla listsköpun þessara listamanna. Á sýningunni er hinu gagnkvæma rannsóknarsambandi milli hljóðs og myndar gert hátt undir höfði. Róf þeirra verka sem hér eru til sýnis spanna marga áratugi og taka til verka frá snemma á ferli listamannanna þar sem unnið er með rafræn úrvinnslutæki til að skrá í rauntíma gagnvirkni véla, frammistöðu þeirra og notkun til að efla skynjunina með verkum sem endurspegla þróun orðfæris hvers og eins þeirra og hvernig listamennirnir nota, skoða eða víkja frá algóritmanum eða kóðanum á einstakan hátt með tilraunakenndum athugunum.

Gary Hill mun skapa nýtt verk sérstaklega fyrir þessa sýningu. Nýjasta innsetning Steinu, Pergament, verður sett upp og fjölmörg sjaldséð vídeóverk eftir Woody Vašulka verða sýnd hér á þessum óvænta samfundi.

Sýningarstjórar: Kristín Scheving, Halldór Björn Runólfsson & Jennifer Helia DeFelice.

Sýningin er styrkt af: Thoma Foundation, Safnaráði, Uppbyggingarsjóði Suðurlands, BERG Contemporary, Vasulka Foundation og Hveragerði.

Aðrir viðburðir

28. maí - 28. maí

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll