Sumar á Selfossi
Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi fer nú fram í 29. skipti og er alltaf jafn gaman að undirbúa þessa frábæru hátíð. Þar sem hátíðin snýst um að skapa minningar með vinum og kunningjum og síðast en ekki síst að skapa minningar með NÁGRÖNNUM okkar sem er gríðarlega mikilvægt fyriríþróttabæinn Selfoss.
Knattspyrnufélagið ÁRBORG hefur lagt gríðarlega vinnu ár hvert til þess að skapa þessar minningar sem bæjarbúar fá að njóta yfir þessa helgi og langar mig að þakka ykkur öllum kærlega fyrir að sýna okkur þann stuðning að mæta og njóta! Góður félagsskapur og gleði hefur verið haft að leiðarljósi hjá þessum hópi í góðu blandi við árangur og reynum við að skila því inn í samfélagið árhvert.
Knattspyrnufélagið Árborg ætlar sér að búa til umhverfi hvað varðar aðbúnað og fagmennsku fyrir unga sem og eldri leikmenn til að eflast sem knattspyrnumenn. Með gleði og árangur að leiðarljósi.
Að þessu sögðu hlakkar okkur til þess að eiga skemmtilega helgi með ykkur þar sem við hjálpumst að við að gera hátíðina okkar enn glæsilegri með frábærri þátttöku. Skorum við á alla íbúa til að skreyta hús sín í hverfalitunum, halda góð og öflug götugrill til að kynnast sínum nágrönnum og síðast en ekki síst að mæta á alla þá viðburði sem í boði eru, ekki bara til að sækja góða afþreyingu heldur einnig til að upplifa stemninguna með sinni fjölskyldu, vinum og nágrönnum.
F.h. Knattspyrnufélags Árborgar
Árni Páll Hafþórsson
Forseti Knattspyrnufélags Árborgar