Fara í efni

Laugardagsgleði - Einstök matarupplifun

Til baka í viðburði
Hvenær
15.-22. maí
Hvar
Þykkvibær
Klukkan

Laugardagsgleði - Einstök matarupplifun

Einstök matarupplifun/námskeið í Hlöðueldhúsinu og gisting í tveggja manna herbergi ásamt morgunverði á Hótel VOS. Námskeiðið er klæðskerasniðið fyrir hópinn þannig að allir fá verkefni eftir áhuga, getu og smekk. Tilvalið fyrir starfsmannafélög, vinahópa og stórfjölskyldur.

Tilboð fyrir hópa 10-16 manns, gisting í superior tveggja manna herbergi með morgunverði og matarupplifun á 28.900,- kr. á mann.

Við komu er tilvalið að skella sér í afslöppun í heita pottinum áður en farið er yfir í Hlöðueldhúsið þar sem allir fá fordrykk, smakk og kynningu á því sem í vændum er. Skipt í lið og hvert lið eldar glæsilegan rétt. Eldaðir verða kjöt-, fisk- eða grænmetisréttir ásamt meðlæti og eitt liðið gerir gómsætan eftirrétt. Í lokin mun hvert lið bera á borð glæsilega diska sem keppa sín á milli um "besta og flottasta" réttinn. Matarupplifunin byrjar um kl. 17:00 og stendur yfir í 4-5 klst. Góðar leiðbeiningar fylgja ásamt leiðsögn og hjálparkokki.

Gildir út maí 2021

28900

Aðrir viðburðir

28. maí - 28. maí

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll