Jazz undir fjöllum
Jazzhátíð í Skógum – Djassveisla í sumarstemningu
Á Jazzhátíð í Skógum stígur fram úrval íslenskra djasslistamanna sem bjóða gestum í ferðalag um ólíkar hliðar djassins.
Laugardagurinn 26. júlí kl. 15:00 – 17:00
DJÄSS flytur kraftmikla og frumlega tónlist þar sem frjálsar útfærslur, nútímadjass og íslenskt tónmál fléttast saman í lifandi samspili. Meðlimir tríósins eru Karl Olgeirsson sem syngur og leikur á píanó, Jón Rafnsson á kontrabassa og Kristinn Snær Agnarsson á trommur.
DJÄSS flytur kraftmikla og frumlega tónlist þar sem frjálsar útfærslur, nútímadjass og íslenskt tónmál fléttast saman í lifandi samspili. Meðlimir tríósins eru Karl Olgeirsson sem syngur og leikur á píanó, Jón Rafnsson á kontrabassa og Kristinn Snær Agnarsson á trommur.
Sunnudagurinn 27. júlí kl. 15:00 – 17:00
Kvartett Kristjönu Stefánsdóttur heillar gesti með kraftmiklum söng og silkimjúku samspili þar sem píanó og gítar skapa hlýja og seiðandi stemningu. Með Kristjönu leika Vignir Þór Stefánsson á píanó, Fannar Sigurðsson á gítar og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa.
Kvartett Kristjönu Stefánsdóttur heillar gesti með kraftmiklum söng og silkimjúku samspili þar sem píanó og gítar skapa hlýja og seiðandi stemningu. Með Kristjönu leika Vignir Þór Stefánsson á píanó, Fannar Sigurðsson á gítar og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa.
Komdu og njóttu dásamlegrar djassdagskrár í fallegu umhverfi Skóga – tónlistarveisla sem þú vilt ekki láta fram hjá þér fara!
Frá klukkan 14:00 - 16:00 verður gleðistund í Freyu Café, tveir fyrir einn af öllum drykkjum.
Ókeypis