Fara í efni

GÓSS - Sveitatónleikar að Ásbrekku

Til baka í viðburði
Hvenær
föstudagur, 2 júlí
Hvar
Ásbrekka, 801 Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Klukkan
18:00-23:00

GÓSS - Sveitatónleikar að Ásbrekku

Hljómsveitin GÓSS (Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar) fagnar sumrinu og endurtekur leikinn frá því í fyrra og verður með sveitatónleika í bragganum að Ásbrekku, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, föstudaginn 2. júlí.

Á tónleikum GÓSS verður boðið upp á létt og skemmtilegt prógramm þar sem aðalmarkmiðið er að skapa hugljúfa og notalega kvöldstund fyrir tónleikagesti.

Tónleikarnir eru sitjandi og mælst er til þess að fólk klæði sig eftir veðri.

Svæðið opnar kl. 18 og verður m.a. pizzavagn úr sveitinni á svæðinu, auk þess sem grill er við braggann sem fólki er frjálst að nota. Þá verða einnig drykkir til sölu á svæðinu. Við mælum því með að mæta snemma og njóta sveitastemningarinnar. Tónleikarnir hefjast svo stundvíslega kl. 20.

4.990 kr

Aðrir viðburðir

28. maí - 28. maí

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll