Fara í efni

GÓSS á Midgard Base Camp

Til baka í viðburði
Hvenær
föstudagur, 3 júlí
Hvar
Midgard Base Camp & Restaurant, Hvolsvöllur
Klukkan
21:00

GÓSS á Midgard Base Camp

Hljómsveitin GÓSS ferðast um landið í sumar eins og undanfarin ár. Og eins og áður heimsækir hún sinn uppáhaldsstað á suðurlandsundirlendinu, Midgard Base Camp á Hvolsvelli.

Miðasala: tix.is/goss

Tónleikar hefjast kl. 21 og við mælum með að mæta snemma til að tryggja ykkur sæti. Ekki er verra að mæta í dinner heldur á Midgard.
Fyrir áhugasama er svo hægt að bóka gistingu hjá Midgard Base Camp hér: https://midgardbasecamp.is/

Hljómsveitin GÓSS hefur slegið í gegn með tónleikum sínum um land allt, en einnig vakti fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Góssentíð, mikla athygli og var m.a. tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Nýlega kom síðan út ábreiða af laginu Sólarsamba og hefur hún vægast sagt slegið í gegn á öldum ljósvakans sem og annars staðar.

Á tónleikum GÓSS verður boðið upp á létt og skemmtilegt prógramm þar sem aðalmarkmiðið er að skapa hugljúfa kvöldstund fyrir tónleikagesti.

3990

Aðrir viðburðir

28. maí - 28. maí

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll