Fara í efni

Gönguhelgi á hálendinu-Lakagígar-fræðsludagskrá VJP

Til baka í viðburði
Hvenær
1.- 2. ágúst
Hvar
Lakagígar
Klukkan
11:00-16:00

Gönguhelgi á hálendinu-Lakagígar-fræðsludagskrá VJP

Í sumar bíður Vatnajökulsþjóðgarður upp á gönguhelgar á hálendinu með landverði.

Lakagígar eru í 1 1/2-2 klst. aksturfjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri.
Vegurinn er fær flestum fjórhjóladrifsbílum. Óbrúaðar ár eru á leiðinni sem geta vaxið í rigningartíð.

Laugardagurinn 1. ágúst: Kambahringur. Gengið frá bílastæðinu við Lambavatn. meðfram Kambavatni að austan og upp á Kampa. Þar er gengið niður og meðfram Kömbum að norðan í austurátt, Við enda fjallsins er beygt í suður að Kambavatni og sama leið gengin frá Kambavatni að bílastæðinu.
Vegalengdinn er um það bil 11 km. Gangan tekur 4-5 klukkustundir. Lagt verður af stað klukkan 11.

Sunnudagurinn 2. ágúst: Snagahringur. Gengið frá bílastæðinu milli Tjarnargíg og Varmár. Gengið er með fram Skaftárgljúfrum og í átt að Kömbum og loks niður Úlfarsdalssker.
Vegalengdin er um það bil 11 km. Gangan tekur um 5-6 klukkustundir. Lagt verður af stað klukkan 10.

Ókeypis

Aðrir viðburðir

6.-20. ágú

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll