Fara í efni

Firmakeppni og Hestaþing Kóps

Til baka í viðburði
Hvenær
föstudagur, 10 júlí
Hvar
Hotel Laki, Kirkjubæjarklaustur
Klukkan
19:00-16:00

Firmakeppni og Hestaþing Kóps

Hestaþing og firmakeppni Kóps 2020
Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps verður haldin á Sólvöllum í Landbroti föstudagskvöldið 10.júlí nk. kl. 19:00. Keppt verður í opnum flokki (minna og meira vanir, búningar æskilegir) og í unghrossaflokki. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir þau hross sem eru efst í hverjum flokki.
Skráningar berist á netfangið hmf.kopur@gmail.com. Skráningu lýkur þriðjudagskvöldið 7.júlí nk.
Að firmakeppni lokinni ætlar Lilja Hrund Harðardóttir, formaður Kóps, að vera með heimboð þar sem boðið verður upp á grill og með því.
Hestaþing Hestamannafélagsins Kóps verður haldið 11.júlí nk. á Sólvöllum í Landbroti.
Mótið er opið í gæðingaflokkum, tölti og kappreiðum.
Keppt verður í eftirfarandi ef næg þátttaka næst:
Polla-, barna-, unglinga- og ungmennaflokki og A- og B-flokki gæðinga.
Tölti T3 og T7
100 m. flugskeiði, 150 m. skeiði, 300 m. brokki og 300 m. stökki.
Skráningargjöld í ungmennaflokk, A-flokk, B-flokk og tölt er kr. 3.000.-
Engin skráningargjöld eru í kappreiðar, polla-, barna- og unglingaflokk.
Skráningargjöld greiðist inn á reikn: 0317-26-3478 kt: 440479-0579.
Kvittun sendist á netfangið hmf.kopur@gmail.com
Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.
Skráning er inn á www.sportfengur.com.
Skráningar í pollaflokk og kappreiðar berist á netfangið hmf.kopur@gmail.com.
Skráningum lýkur kl. 23:59 þriðjudagskvöldið 7.júlí nk.
Ef vandamál koma upp við skráningu er hægt að hafa samband við Pálínu Pálsdóttur í síma 867-4919.
Dagskrá og ráslistar verða birtir á facebooksíðu og á heimasíðu Kóps eftir að skráningu lýkur.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Fjáröflunar- og mótanefnd Kóps 2020.
0 kr

Aðrir viðburðir

28. maí - 28. maí

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll