Fara í efni

Cantoque Ensemble: Áður í páfadóm - Trúarleg íslensk kórtónlist

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 4 júlí
Hvar
Skálholt Cathedral, Iceland, Skálholt
Klukkan
14:00-15:00

Cantoque Ensemble: Áður í páfadóm - Trúarleg íslensk kórtónlist

Cantoque Ensemble syngur tvenna tónleika með íslenskri kórtónlist. Seinni tónleikarnir: „Áður í páfadóm - Trúarleg íslensk kórtónlist” verða með trúarlegu sniði í anda kaþólskrar messu. Miðpunktur tónleikanna er verk Jóns Nordal; Aldasöngur við texta Bjarna Jónssonar en verkið var einmitt samið fyrir Sumartónleika í Skálholti og fékk frumflutning sinn þar árið 1986. 

Í tilefni að flutningi Aldasöngs eftir Jón Nordal hefur Cantoque Ensemble pantað tvö ný verk við önnur erindi úr ljóði Bjarna, Aldasöng. Verkin eru eftir Steinar Loga Helgason og Hafstein Þórólfsson og verða flutt á báðum tónleikum Cantoque. Þá mun einnig hljóma Missa Brevis eftir Hildigunni Rúnarsdóttur (sem samin var 1986, sama ár og Aldasöngur) í bland við íslensk maríulög. Steinar Logi er einnig stjórnandi Cantoque á tónleikunum.

Ókeypis

Aðrir viðburðir

28. maí - 28. maí

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll