Fara í efni

7 tindar á Heimaey

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 17 júlí
Hvar
Vestmannaeyjar
Klukkan
12:00-17:00

7 tindar á Heimaey

Tindar á Heimaey er viðburður sem er ár hvert í Vestmannaeyjum. Í ár verða 7 Tindar á Heimaey laugardaginn 17. júlí og hefst kl 12:00.

Hlaupa/gönguleið

Hlaupið/gangan hefst við Stórhöfða kl. 12:00, nánar tiltekið við fuglaskoðunarhúsið.

Farið eru alls 7 tinda: Stórhöfða, Sæfjall, Eldfell, Helgafell, Heimaklett, HÁ HÁ og Dalfjall/eggjar. Alls eru þetta um 18 km og tekur um það bil þrjá til fimm klukkutíma að ganga/skokka/hlaupa leiðina en það fer allt eftir því hvernig þú vilt tækla Tindana sjö.

Skipt er í þrjá hópa, byrjendur, rösklega og hratt. Allir finna sinn hraða. Við mælum með að fólk nesti sig upp og njóti Vestmannaeyja í þessari skemmtilegu göngu.

Útbúnaður fyrir þessa veislu er góðir utanvegarskór og hlaupadressið ef þú ætlar þér að hlaupa, annars gönguskór og hlífðarfatnaður við hæfi veðurs.

Nánari upplýsingar

Ef það eru einhverjar spurningar þá ekki hika við að hafa samband við hlauphaldara á Facebooksíðu hlaupsins "7 Tindar á Heimaey" og vefsíðu hlaupsins.

5.000kr

Aðrir viðburðir

28. maí - 28. maí

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll