Fara í efni

Prjónagleði á Blönduósi 2025

Til baka í viðburði
Hvenær
30. maí - 1. júní
Hvar
Blönduós
Klukkan
12:00-16:00

Prjónagleði á Blönduósi 2025

Prjónagleði er árleg prjónahátíð haldin á Blönduósi í Húnabyggð, þar sem prjónarar og áhugafólk um textíl koma saman til að miðla þekkingu, læra nýjar aðferðir og njóta skapandi samveru. Hátíðin býður upp á fjölbreytt námskeið, fyrirlestra og viðburði sem fagna íslenskri prjónamenningu með nýsköpun og hönnun í fyrirrúmi.

Garntorgið er líflegt sölutorg þar sem prjónafólk getur verslað garn og fjölbreyttar prjónatengdar vörur. Þar gefst garnframleiðendum, verslunum og öðrum sem búa til og selja vörur sem höfða til prjónara, tækifæri til að kynna og selja varning sinn. Líkt og á fyrri hátíðum verður sett upp notalegt svæði þar sem hægt er að fá sér kaffi og hvíla sig með prjónana, spjalla og njóta stemningarinnar. Garntorgið er órjúfanlegur hluti hátíðarinnar og margir segja að þar slái hjarta Prjónagleðinnar.

Það er enginn aðgangseyrir á hátíðina fyrir utan einstaka viðburð og námskeið.

Aðrir viðburðir

18. jún

Leikhópurinn Lotta sýnir Bakkabræður

Sauðárkrókur
24. jún

Hjartanæring á sumarsólstöðum

Lystigarður Akureyrar, Eyrarlandsvegur, Akureyri