Ferð í Fjörður
Dagsferð frá Akureyri og Grenivík út í Fjörður sunnudaginn 26. júlí 2020. Farið verður á fjallarútu þar sem vegurinn um þessar eyðibyggðir getur verið grófur og erfiður yfirferðar. Leiðsögumaður miðlar upplýsingum um staðhætti og búsetu sem eitt sinn var á þessu svæði. Gengið verður úr Hvalvatnsfirði yfir að Þönglabakka í Þorgeirsfirði og þar geta þeir sem vilja tekið þátt í árlegri guðsþjónustu. Því næst verður haldið sömu leið til baka.
11800